Lög­reglan í Lincolns­hire í Bret­landi hefur birt mynd af manni sem grunaður er um að hafa verið níu ára stúlku að bana í gær. Stúlkan fannst látin við götuna Boston um sjö leytið í gær, en hún var stungin til bana. Sky News greinir frá þessu.

Birt var skjá­skot úr öryggis­mynda­vél af manninum. Lög­reglan segir manninn vera hættu­legan og að fólk eigi helst ekki að nálgast manninn.

Tveir voru hand­teknir í gær vegna málsins en þeim var síðar sleppt úr haldi lög­reglu.

Lög­reglan birti í gær nafn stúlkunnar en hún hét Lili­a Valutyt­e. Lög­reglu­menn hengdu upp tjald yfir öllum vett­vanginum í gær og hafa lög­reglu­menn sést koma úr tjaldinu með sönnunar­gögn í plast­pokum.

Hnífs­tungur í Bret­landi hafa verið að færast í aukanna síðast­liðna daga og sýna tölur frá Eng­landi og Wa­les að um tíu prósent aukningu er að ræða það sem af er ári. Stúlkan er annað barnið á stuttum tíma sem stungið er til bana en tólf ára barn var stungið til bana af táningi í Liver­pool í nóvember í fyrra.