Á­rásar­maðurinn sem varð minnst 35 að bana þegar hann hóf skot­á­rás í dag­vistun fyrir ung börn í Nong Bua Lamphu í Taílandi, hefur verið nafn­greindur og lög­reglan hefur birt mynd af honum.

Maðurinn, sem var fyrrum lög­reglu­maður, réðst inn á leik­skólann rétt eftir há­degi á staðar­tíma en í heildina varð hann varð 24 börnum og 11 full­orðnum að bana.

Maðurinn hét Panya Khamrap og var 34 ára. Hann flúði af vett­vangi á bílnum sínum, en úr bílnum skaut hann á lög­regluna á meðan flóttanum stóð. Þegar maðurinn komst heim til sín myrti hann konu sína og barn áður en hann tók sitt eigið líf, en það kemur fram hjá Daily Mail.

Ní­tján drengir og þrjár stúlkur létust á dag­vistinni, á­samt tveimur starfs­mönnum. Myndir og mynd­bönd af vett­vangi sýna hræði­lega sjón, blóðugt gólf þar sem börnin lágu í hvíld.

Í mynd­böndum má heyra í for­eldrum barnanna sem eru skelfingu lostin, en þeim var ekki hleypt inn í dag­vistunina.

Í frétt Reu­ters um málið kemur fram að hlut­­fall þeirra sem eiga skot­vopn í Taí­landi sé hátt miðað við önnur lönd í Asíu en að opin­berar tölur taki þó heldur ekki til greina það mikla magn vopna sem flutt er milli landa með ó­­lög­­legum hætti.

Skot­á­rásir eru sjald­­gæfar á svæðinu en árið 2020 myrti her­­maður 29 manns og særði 57 eftir að hafa reiðst yfir fast­­eigna­við­­skiptum.

Plakat frá taílensku rannsóknarlögreglunni þar sem þau lýstu eftir manninum eftir að hann flúði vettvang.
Mynd/Taílenska rannsóknarlögreglan