Í gær lá braut LANDSAT-8 gervi­tungls USGS og NASA yfir landinu og mjög góð mynd náðist af gos­stöðvunum í Geldinga­dölum. Eld­fjalla­fræði og náttúru­vá­hópur Há­skóla Ís­lands birti nýju myndirnar á face­book síðu sinni.

Ljós­mynd­in er tek­in úr gervi­­hnetti geim­­ferða- og jarð­vís­inda­­stofn­ana Banda­­ríkj­anna, NASA og UGS sem er á spor­baug í um 705 kíló­metra hæð yfir jörðu. Gervi­­hnött­ur­inn er með inn­rauðan skanna og sést hitinn og hraun­tjörnin vel á myndinni.

„Skanninn um borð í gervi­tunglinu er næmur á fjöl­margar bylgju­lengdir, sem gerir not­endum kleift að skoða ýmsa eigin­leika yfir­borðs jarðar. Með því að skoða mið- og nærinn­rauða geislun sér­stak­lega er hægt að greina á milli gíga, hraunáa, virkra hraun­jaðra og annars yfir­borðs,“ segir í færslu hópsins á Face­book.

„Á myndinni í dag sést vel hve virknin er mikil í Geldinga­dölum, "nafn­lausa" dal og Mera­dölum. Fín­dregnar línur sýna einnig helstu breytingar síðast­liðna viku.
Mesta at­hygli fá væntan­lega svæðin syðst þar sem verið er að út­búa garða til að stöðva/tefja hraun­rennsli í átt að suður­ströndinni.“