Lands­liðs­maðurinn Birkir Már Sæ­vars­son biðlar til net­verja um að­stoð á Face­book við að hafa upp á öku­manni sem keyrði á dóttur hans í dag og ók svo í burtu.

„Mig langar að biðja ykkur um að­stoð. Í dag, ca 17:30, var keyrt aftan á dóttur mína og vin­konu hennar á Snorra­braut rétt hjá Yoyo og Domus Medi­ca í áttina að mið­bænum og keyrt í burtu,“ skrifar kappinn.

„Þær voru á vín­rauðum Yaris Hybrid og bíllinn sem keyrði á þær var ljós­blár Kia Soul með hvítt þak. Það eina sem þær muna af númerinu er að það er V í því. Öku­maðurinn var með brúnt krullað hár, beig­e hatt og ber­fættur. Með honum í bílnum var annar karl­maður og krúnurökuð kona.“

Birkir tekur fram að dóttir hans og vin­kona hafi sloppið nokkuð vel en séu þó smá aumar í hálsi og baki.

„Ef einhver kannast við lýsinguna á bílnum og ökumanninum/farþeganum eða varð vitni að atvikinu þá má endilega láta mig vita í einkaskilaboðum.“