Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Pírata, hefur gengið til liðs við Sósíalistaflokkinn. Hún tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í dag.

Í samtali við mbl.is segir Birgitta að hún ætli ekki endilega í framboð en geti þó hugsað sér að vera á lista. Henni finnist gaman að taka þátt í grasrótinni.

Þór Saari skipar annað sæti á lista Sósí­al­ista­flokks­ins í Suðvest­ur­kjör­dæmi en hann var einnig í Pírötum áður fyrr.