Birgir Ár­manns­son, for­maður undir­búnings­nefndar fyrir rann­sókn kjör­bréfa, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að það sé mat nefndarinnar að ýmsir á­gallar hafi verið á fram­kvæmd kosninga og talningar at­kvæða í Norð­vestur­kjör­dæmi í Al­þingis­kosningunum 25. septem­ber.

Nefndin skilaði greinar­gerð sinni í dag eftir 34 fundi og undir hana skrifa allir nefndar­menn, að undan­skildum Birni Leví Gunnars­syni þing­manni Pírata. Birgir segir að það sé Björns Leví að út­skýra hvers vegna hann kvittar ekki upp á greinar­gerðina.

„Það sem hefur verið stærst í starfi nefndarinnar er Norð­vestur­­kjör­­dæmi enda beindust flestar kærurnar að fram­­kvæmd kosninga og talningar þar. Til að súm­­mera það upp þá er nefndin þeirrar skoðunar að ýmsir á­­gallar hafi verið á fram­­kvæmdinni. Stærsti á­­gallinn varðar varð­veislu kjör­­gagna á tíma­bili þar sem er fundar­hlé hjá yfir­­­kjör­­stjórn að morgni sunnu­­dagsins eftir kjör­­dag“, segir Birgir.

Hann segir að þrátt fyrir að sátt hefði náðst að mestu innan nefndarinnar hafi verið skiptar skoðanir á því hvort ó­­­gilda eigi kosninguna í Norð­vestur­­kjör­­dæmi, með þeim af­­leiðingum sem það hefur.

„Þar má segja að skilji leiðir innan nefndarinnar og miðað við um­­ræður í nefndinni þá er von á að minnsta kosti tveimur til­­lögum um það hvernig beri að með­höndla það. Ég á von á því að til­­laga komi frá meiri­hluta í nefndinni um að stað­­festa kjör­bréf allra þeirra 63 þing­manna sem fengu út­­gefin kjör­bréf af lands­­kjör­­stjórn 1. októ­ber og meta kosninguna þannig gilda. Það byggir á því að það að fram komi á­­gallar eða ann­­markar á fram­­kvæmd leiðir ekki sjálf­krafa til ó­­­gildingar. Það þarf að koma fram eitt­hvað sem gerir það að verkum að það megi ætla að gallinn sem um er að ræða hafi haft á­hrif á úr­­slit kosninganna,“ segir Birgir.

Í 3. máls­grein 120. greinar kosninga­laga segir að ef galli á kosningum er þess eðlis að ætla megi að hann hafi á­hrif á úr­slit þeirra þá geti þingi ó­gilt kosninguna í því kjör­dæmi sem um ræðir. „Við teljum að það sé ekkert komið fram sem gefur okkur til­efni til þess að meta það svo að galli og þá einkum varðandi vörslu kjör­gagnanna hafi haft á­hrif á úr­slit kosninganna. Við teljum ein­fald­lega ekki að það séu laga­skil­yrði til ó­gildingar miðað við máls­at­vikin.“

Ekki ljóst hve margar til­lögur verði lagðar fram

Birgir á von á að í það minnsta tvær til­lögur verði lagðar fram nú eftir að nefndin hefur lokið störfum.

„Miðað við um­ræður í nefndinni á ég von á því að það verði sem sagt ein til­laga um að stað­festa kjör­bréf 63 þing­manna, önnur um að meta kosninguna í Norð­vestur­kjör­dæmi ó­gilda og stað­festa þar með ekki kjör þing­manna í Norð­vestur­kjör­dæmi og jöfnunar­þing­manna, það auð­vitað leiðir af ó­gildingu í Norð­vestur­kjör­dæmi að þeirra kjör­bréf eru í upp­námi. Svo hefur Björn Leví talað um það að hann eða Píratar muni koma fram með til­lögu um að fram fari upp­kosning um allt land. Miðað við um­ræður í nefndinni geri ég ráð fyrir að það komi fram þessar þrjár til­lögur. Hvort þær verði fleiri, það er ekki komið á hreint. Það getur verið að það verði þrátt fyrir að það sé búist við að það verði meiri­hluta­á­lit eins og ég segi, þá vitum við ekki hvað minni­hlutarnir verða margir.“

Næst á dag­skrá sé að full­trúar í kjör­bréfa­nefndi gangi frá endan­legum til­lögum til þingsins.

„Á sama tíma hafa allir þing­­menn mögu­­leika til að móta sér af­­stöðu til málsins eða málanna á grund­velli þeirra upp­­­lýsinga sem við leggjum fram. Það verður að reyna á það í um­­ræðum og at­­kvæða­­greiðslum á fimmtu­­daginn hvernig það fer. Það er staðan eins og hún er núna. Að því gefnu að það verði engar ó­­væntar upp­­á­komur á leiðinni“, segir Birgir að lokum.