„Birgir ætti að finna þann litla sóma sem er eftir að segja sig ein­fald­lega frá sínu þing­sæti,“ segir Heið­brá Ólafs­dóttir, sem skipaði þriðja sæti á lista Mið­flokksins í Suður­kjör­dæmi á eftir Birgi Þórarins­syni og Ernu Bjarna­dóttur.

Birgir sem gekk í þing­flokk sjálf­stæðis­manna um síðustu helgi sagði Ernu sem vara­þing­mann sinn mundu fylgja sér í þing­flokk Sjálf­stæðis­flokksins. Ekkert hefur heyrst frá Ernu um um það mál fyrr en í morgun að hún sagðist í við­tali á Bylgjunni mundu verða á­fram í Mið­flokknum

„Erna hefur nú komið fram eftir að hafa greini­lega legið undir feldi í ein­hverja daga,“ segir Heið­brá. Hún kveður Birgir Þórarins­son hafa hringt í sig á föstu­dags­kvöldið klukkan ellefu og sagt sér frá sínum á­formum.

„Þá var ég að heyra af þessu í fyrsta sinn. Hann segir mér þá að Erna styddi hann í sinni á­kvarðana­töku og að hann hefði viljað að ég myndi frétta þetta beint frá honum en ekki í fjöl­miðlum,“ lýsir Heið­brá sam­talinu sem hún segir hafa fengið mjög á hana.

„Ég var að sjálf­sögðu mjög slegin yfir þessari á­kvörðunar­töku hans eftir allt sem maður hefur lagt í þessa kosninga­bar­áttu og með þeim tveimur. Eins hefur komið í ljós núna styður Erna hann ekki, hann hefur greini­lega logið því að mér. Og mér fyndist að hann ætti að finna þann litla sóma sem er eftir að segja sig ein­fald­lega frá sínu þing­sæti,“ undir­strikar hún.

„Og ef ekki þá mættu sjálf­stæðis­menn finna ein­hvern sóma og sleppa því að taka við honum,“ heldur Heið­brá á­fram. „Birgir hefur hefur greini­lega ætlað að ljúga sig þarna inn með því að lofa þeim Ernu Bjarna­dóttur sem vara­þing­manni fyrir sig. Hún er náttúr­lega gríðar­lega mikill fengur en það hefur greini­lega aldrei verið neitt þar á bak við.“

Heið­brá fagnar því að komið hafi á daginn að Erna hyggist sem vara­þing­maður starfa á­fram fyrir Mið­flokkinn. „Erna hefur staðið sig gríðar­leg vel í land­búnaðar­málum, í mál­efnum bænda sem og í mál­efnum krabba­meins­skimana,“ segir hún.

Að­spurð kveðst Heið­brá ekki enn hafa rætt sjálf við Ernu frá því hún fékk áður­nefnt sím­tal frá Birgi Þórarins­syni.