Á félagsfundi Miðflokksins í Suðurkjördæmi í gærkvöldi var samþykktur framboðslisti flokksins í kjördæminu, með 93 prósentum greiddra atkvæða. Birgir Þórarinsson, þingmaður flokksins, leiðir listann og Erna Bjarnadóttir, sem farið hefur fyrir hópnum Aðför að heilsu kvenna á Facebook, er í öðru sæti.
Framboðslistar flokksins í Norðausturkjördæmi, Norðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi norður liggja fyrir en eftir á að kynna listana í Suðvesturkjördæmi og Reykjavík suður.
Í þriðja sæti listans er Heiðbrá Ólafsdóttir, Guðni Hjörleifsson vermir fjórða sætið, Ásdís Bjarnadóttir er í fimmta og Davíð Brár Unnarsson er í því sjötta.
Framboðslistinn í heild sinni
- Birgir Þórarinsson, Vogum á Vatnsleysuströnd
- Erna Bjarnadóttir, Hveragerði
- Heiðbrá Ólafsdóttir, Rangárþingi eystra
- Guðni Hjörleifsson, Vestmannaeyjum
- Ásdís Bjarnadóttir, Flúðum, Hrunamannahreppi
- Davíð Brár Unnarsson, Reykjanesbæ
- Guðrún Jóhannsdóttir, Árborg
- Gunnar Már Gunnarsson, Grindavík
- Magnús Haraldsson, Hvolsvelli
- Sigrún Þorsteinsdóttir, Reykjanesbæ
- Bjarni Gunnólfsson, Reykjanesbæ
- Ari Már Ólafsson, Árborg
- Svana Sigurjónsdóttir, Kirkjubæjarklaustri
- Hulda Kristín Smáradóttir, Grindavík
- Hafþór Halldórsson, Vestmannaeyjum
- Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Þorlákshöfn
- Sólveig Guðjónsdóttir, Árborg
- Eggert Sigurbergsson, Reykjanesbæ
- Elvar Eyvindsson, Rangárþingi eystra
- Einar G. Harðarson, Árnessýslu