Birgir Ár­manns­son, for­maður undir­búnings kjör­bréfa­nefndar, hvorki neitar því né stað­festir í sam­tali við Frétta­blaðið að auka at­kvæði hafi fundist í seinni vett­vangs­ferð í Borgar­nesi síðast­liðinn mið­viku­dag.

Stundin greinir frá því gilt at­kvæði hafi fundist í bunka merktum auðum at­kvæðum í síðari vett­vangs­ferð undir­búnings­nefndar.

Grunur leiki á að talning at­kvæða í Norð­vestur­kjör­dæmi hafi hafist áður en kjör­stöðum lokaði en slíkt er ekki heimilt.

Starfs­menn Hótel Borgar­nes höfðu ó­heftan að­gang að ó­inn­sigluðum at­kvæðum í auðum sal hótelsins eftir fyrstu talningu.

Lög­reglan hefur ekki stað­fest hvort starfs­menn hafi farið að svæðinu þar sem kjör­gögnin voru geymd þar sem eftir­lits­mynda­vélar sem lög­reglan fékk að­gang að sýna ekki það svæði. Þá er einnig greint frá því að þrír starfs­menn hafi tekið myndir af eftir­lits­lausum seðlunum í salnum.

Undir­búnings­nefnd rann­sakar nú hvort byrjað hafi verið að telja at­kvæði í Norð­vestur­kjör­dæmi áður en kjör­staðir lokuðu.

Fyrstu tölur kjör­dæmisins voru birtar ríf­lega tíu mínútum eftir að kjör­staðir lokuðu. Tæp­lega sex þúsund at­kvæði og er nokkuð ljóst að telja hafi þurft ansi hratt til að telja þennan fjölda at­kvæða á rúmum tíu mínútum.