Fyrsta fundi undirbúningskjörbréfanefndar er lokið. Birgir Ármannsson verður formaður nefndarinnar. Hennar bíður mikið verkefni sem er að gera tillögu til samþykktar alþingis um eftirmál annmarkanna í Norðvesturkjördæmi.

Þórunn Sveinbjarnardóttir, ein nefndarmanna, segir að tímarammi liggi ekki fyrir en nefndin taki þann tíma sem þarf. Mörgum verkefnum þurfi að sinna því umfang málsins sé mikið.

„Það eru ekki mörg fordæmi um svona,“ segir Þórunn.