Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, mætti á stjórnarmyndunarfundinn sem stendur nú yfir í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.

Þar eru nú Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson að ræða mögulegt stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins, Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og Framsóknarflokksins.

Talsverð leynd hvílir yfir fundunum eðli málsins samkvæmt, vakti því nærvera Birgis athygli.

„Ég þurfti bara að eiga smá samtal við Bjarna Benediktsson. Það var ekkert sem tengdist stjórnarmyndunarviðræðunum sérstaklega,“ sagði Birgir við Fréttablaðið.

Það eru vangaveltur um að þú verðir næsti forseti Alþingis, kannast þú við það?

„Ég hef ekki heyrt af því.“