Birgir Þórarins­son þing­maður Sjálf­stæðis­flokksins sagði á þingi í dag að það væri ekkert að því að senda flótta­fólk til Grikk­lands. Hann sagðist sjálfur hafa heim­sótt flótta­manna­búðir í Grikk­landi og að margt sem væri sagt um að­stæður þar, á þingi og í sam­fé­laginu, væri hrein­lega rangt.

Hann vitnaði til fram­kvæmda­stjóra IOM sem sagði að­stæður mann­sæmandi.

„Það er ekkert að því að senda fólk til baka til Grikk­lands sem hefur fengið þar vernd,“ sagði Birgir og að þau sem búa í flótta­manna­búðum þar búi við mann­sæmandi að­stæður og að það sé gert ráð fyrir bæði fötluðu fólki og börnum þar.

Börnum sé boðið að sækja skóla í Grikk­landi og að að­stæður séu „á­gæt­lega mann­sæmandi“.