Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði á þingi í dag að það væri ekkert að því að senda flóttafólk til Grikklands. Hann sagðist sjálfur hafa heimsótt flóttamannabúðir í Grikklandi og að margt sem væri sagt um aðstæður þar, á þingi og í samfélaginu, væri hreinlega rangt.
Hann vitnaði til framkvæmdastjóra IOM sem sagði aðstæður mannsæmandi.
„Það er ekkert að því að senda fólk til baka til Grikklands sem hefur fengið þar vernd,“ sagði Birgir og að þau sem búa í flóttamannabúðum þar búi við mannsæmandi aðstæður og að það sé gert ráð fyrir bæði fötluðu fólki og börnum þar.
Börnum sé boðið að sækja skóla í Grikklandi og að aðstæður séu „ágætlega mannsæmandi“.