Bíll frá Líf­landi með tengi­vagn í eftir­dragi lenti í því ó­happi laust fyrir há­degi að tengi­vagninn valt út af veginum og hafnaði á vegriði við veginn.

Mann­auðs- og gæða­stjóri Líf­lands stað­festir þetta í sam­tali við Frétta­blaðið. Ekki er vitað hvort slys hafi orðið á fólki en lög­regla var kölluð á vett­vang.

Þegar Frétta­blaðið ræddi við mann­auðs- og gæða­stjóra Líf­lands höfðu þau heyrt þetta frá bíl­stjóranum sjálfum, en fólk á vegum þeirra var á leið á vett­vang til þess að meta tjónið.