Bíll valt á Elliðavatnsveg rétt eftir klukkan 21 í kvöld. Ekki er vitað um ástandið á fólkinu sem var í bifreiðunum en sjúkrabíll fór á vettvang.

Farið er að hvessa talsvert á höfuðborgarsvæðinu en nú er gildi appelsínugul viðvörun.

Fyrr í dag fékk lögreglan tilkynningu um vinnuslys á Kjalarnesi en þar er mikið óveður og er vegfarendur beðnir að gæta varúðar. Starfsmaður hafði runnið til á svelli og slasaðist á fæti. Hann var færður með sjúkrabifreið á Slysadeild.

Lögreglan fékk tilkynningu um aðila sem var ógnandi við starfsfólk í verslun í Laugardalnum. Aðilinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Einnig voru skemmdarverk unnin á bifreið í miðbænum.