Bíll valt á Reykja­nes­braut til móts við Voga á Vatns­leysu­strönd á þriðja tímanum í dag. Tveir voru fluttir á sjúkra­hús en meiðsli þeirra eru ekki al­var­leg.

Lög­regla og sjúkra­flutninga­menn voru kölluð út um klukkan tuttugu mínútur yfir tvö í dag eftir að til­kynnt var um bíl­veltuna. Sam­kvæmt upp­lýsingum frá lög­reglu á Suður­nesjum voru tveir í bílnum og voru báðir fluttir til að­hlynningar á Heil­brigðis­stofnun Suður­nesja. Meiðsli þeirra eru sögð minni­háttar.