Við­bragðs­aðilar voru kallaðir út á Reykja­nes­braut á þriðja tímanum í dag en þar hafði bíll oltið og lent á hlið á miðjum veginum.

„Það var bíl­velta á Reykja­nes­brautinni og við sendum út lög­reglu, sjúkra­bíl og slökkvi­bíl en svo var þetta bara minni­háttar,“ segir vakt­hafandi varð­stjóri hjá slökkvi­liði höfuð­borgar­svæðisins í sam­tali við Frétta­blaðið.

Að­spurður um hvort að ein­hver hafi verið fluttur með sjúkra­bíl af vett­vangi sagði varð­stjóri svo ekki vera. Þá hafi tekist að af­greiða málið fljótt þannig ekki voru miklar tafir á um­ferð.

Ekki voru miklar tafir á umferð að sögn varðstjóra.
Mynd/Garðar