Innlent

Bilun í vél Icelandair á leið til San Francisco

Vélin hringsólar nú suðvestur af Reykjanesi og undirbýr öryggislendingu.

Hér má sér feril vélarinnar, sem undirbýr öryggislendingu. Flightradar24.com

Vél Icelandair, sem lagði af stað til San Francisco nú síðdegis, hefur verið snúið við vegna bilunar. Vélin hringsólar nú suðvestur af Reykjanesi.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að vélinni verði lent klukkan átta. „Hún er að létta sig fyrir lendingu.“ Vélin er af gerðinni Boeing 767-319.

Honum er ekki kunnugt um hvers konar bilun er um að ræða. Hann segir að vélin muni lenda öryggislendingu á Keflavíkurflugvelli, í samræmi við hefðbundið verklag.

Önnur vél er til taks á Keflavíkurflugvelli, sem mun flytja farþegana á áfangastað. 

Uppfært: Vélin er lent á Keflavíkurflugvelli, heil á höldnu. Verið er að undirbúa aðra vél fyrir flugið. „Það ætti að ganga hratt fyrir sig,“ segir Guðjón við Fréttablaðið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Verkalýðsmál

Sakar Bryn­dísi um hroka í garð verka­lýðs­for­ystunnar

Innlent

Bryn­dís segir femín­ista hata sig: „Hvar er ég stödd?“

Innlent

Opnar sig um HIV: „Tón­listin eins og græðis­­myrsl“

Auglýsing

Nýjast

Ratclif­fe vinnur að því að koma milljörðum punda frá Bret­landi

Leggja 200 prósent tolla á allar vörur frá Pakistan

Fimm létust í skot­á­rás á ferða­manna­stað í Mexíkó

Shamima fæddi barn í flótta­manna­búðunum

Röktu slóð ræningjans í snjónum

Sagður hafa svið­sett á­rásina á sjálfan sig

Auglýsing