Innlent

Bilun í vél Icelandair á leið til San Francisco

Vélin hringsólar nú suðvestur af Reykjanesi og undirbýr öryggislendingu.

Hér má sér feril vélarinnar, sem undirbýr öryggislendingu. Flightradar24.com

Vél Icelandair, sem lagði af stað til San Francisco nú síðdegis, hefur verið snúið við vegna bilunar. Vélin hringsólar nú suðvestur af Reykjanesi.

Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að vélinni verði lent klukkan átta. „Hún er að létta sig fyrir lendingu.“ Vélin er af gerðinni Boeing 767-319.

Honum er ekki kunnugt um hvers konar bilun er um að ræða. Hann segir að vélin muni lenda öryggislendingu á Keflavíkurflugvelli, í samræmi við hefðbundið verklag.

Önnur vél er til taks á Keflavíkurflugvelli, sem mun flytja farþegana á áfangastað. 

Uppfært: Vélin er lent á Keflavíkurflugvelli, heil á höldnu. Verið er að undirbúa aðra vél fyrir flugið. „Það ætti að ganga hratt fyrir sig,“ segir Guðjón við Fréttablaðið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Benedikt: Jóla­guð­spjall orku­mála­stjóra messu virði

Innlent

Hættir sem prófessor í HÍ í kjölfar áreitni

Innlent

Ökumaður reyndi að hlaupa lögreglu af sér

Auglýsing

Nýjast

Breytir Volkswagen I.D. rafbíla-markaðnum?

Jaguar I-Pace fékk 5 stjörnur

Þúsundir hermanna í viðbragðsstöðu vegna Brexit

Danir vara við því að vera einn á ferð um Marokkó

Gulu vestin brenndu og stórskemmdu tollahlið

Lokanir í miðbænum á Þorláksmessu að venju

Auglýsing