Bilun kom upp í kerfum Reikningsstofu bankanna í morgun. Bilunin gerir það að verkum að færslur birtast ekki á reikningsyfirlitum hjá Landsbankanum og Íslandsbanka og dæmi eru um að fólk geti ekki greitt með greiðslukortum sínum. 

Netbankar beggja banka liggja niðri, samkvæmt tilkynningu frá Ragnhildi Geirsdóttur, forstjóra RB banka, þar sem hún biður fólk um að endurtaka ekki greiðslur eða millifærslur þó þær sjáist ekki á yfirliti. Unnið sé að lagfæringu.