Sig­rún Helga Lund, fyrsti for­maður Sam­taka um bíl­lausan lífs­stíl, segir að sam­tökin séu ekki í and­stöðu við einka­bílinn en hún mætti í Silfrið á RÚV í morgun og ræddi hlut­verk sam­takanna og bíl­lausa daginn í dag.

Eins og fram hefur komið markar bíl­lausi dagurinn lok evrópsku sam­göngu­vikunnar og ætla sam­tökin sér að blása til bíl­lausar göngu. Hún mun fara fram milli klukkan 13:00 - 13:30 á Miklu­braut, frá Löngu­hlíð og að Lækjar­götu þar sem aðrir vist­vænir sam­göngu­mátar munu aka í skrúð­göngu. Tekur fjöl­breytt dag­skrá svo við í kjöl­farið.

„Í fyrsta lagi eru þetta ekki sam­tök sem eru í ein­hverji and­stöðu við einka­bílinn al­mennt, heldur frekar að benda á hvað það er mikil skekkja í ferða­venjum Ís­lendinga miðað við aðrar þjóðir,“ segir Sig­rún meðal annars.

Sjálf hefur hún lifað bíl­lausum lífs­stíl. „Við öll erum nánast ekkert nema vaninn. Og ég ein­hvern veginn vandist aldrei á það að eiga bíl. Svo hefur maður búið í Kaup­manna­höfn og Stokk­hólmi og þar notaði maður bara al­mennings­sam­göngur,“ segir Sig­rún.

Samgöngumál í Reykjavík af­leiðing langrar kerfis­skekkju

Spurð út í ferða­venjur fólks sem búi austast í borginni segir Sig­rún að ó­líkar ferða­venjur henti öllum. Það sé hins­vegar stað­reynd að Reykja­vík sé ólík ná­granna­borgum.

„Sam­göngu­venjur á höfuð­borgar­svæðinu eru ger­ólíkar því sem er í öðrum borgum,“ segir Sig­rún. Hún segir sam­tökin vilja meina að í til­viki Ís­lands sé það af­leiðing langrar kerfis­skekkju.

Bæði voru skil­greindir þjóð­vegir í þétt­býli sem ríkið hafi komið að, en ekki að al­mennings­sam­göngum. Þá hafi byggingar­reglu­gerðir gert ráð fyrir lág­marks­fjölda bíla­stæða fyrir utan ný hús. Sig­rún bendir á að líf­stíllinn snúist um að finna fleiri leiðir til að meta lífs­gæði sín. Hún segist hafa kennt eigin börnum að taka strætó frá upp­hafi og þau hafi vanist því.

Harka­leg um­ræða hluti af stærra vanda­máli

Spurð út í um­ræðuna um sam­göngu­mál og harka­leg við­brögð við henni segir Sig­rún að hún haldi að um sé að ræða hluta af stærra vanda­máli. „Hluti af þessu held ég að sé partur af stærra vanda­máli. Hvað er að gerast al­mennt í pólítík í dag,“ segir Sig­rún.

Um­ferðin og sam­göngur séu sam­starfs­verk­efni. „Því fleiri sem nota ekki bíl því greiðari er um­ferðin fyrir hina,“ segir Sig­rún sem segir að rann­sakað hafi verið hve nei­kvæð á­hrif að sitja í um­ferðar­teppu hafi á fólk.

„Þetta er allra hagur, að fleiri nýti sér fjöl­breyttari ferða­máta. Sér­stak­lega í þessum stuttu ferðum,“ segir Sig­rún og segir sömu hlutina vera að gerast í borgum í kringum okkur.

„Hún er að verða í borgum allt í kringum okkur. Við erum komin með fleiri hjóla­leigur, raf­magns­hjólin og svo eru raf­magns­hlaupa­hjólin handan við hornið. Sem eru of­boðs­lega skil­virk leið til að koma fólk stuttu vega­lengdirnar.“

Verði að hlusta á unga fólkið

„Þær sam­göngu­á­ætlanir sem við erum að gera núna hafa mest að segja um hvernig borgin okkar verður eftir þrjá­tíu ár. Þar verðum við að hlusta á unga fólkið, þeirra er fram­tíðin. Þetta er unga fólkið sem er að skrópa í skólann hvern einasta föstu­dag til að berjast fyrir loft­lags­málum og þar eru sam­göngu­venjur rosa­lega stór partur,“ segir Sig­rún.

Hún bendir á að helmingur svif­ryksmengunar megi rekja til mal­biks. „Þetta snýst ekki bara um orku­skipti. Helmingur af svif­rykinu er mal­bik. Þannig ef ég væri að labba hérna með leik­skóla­barn sem myndi sleikja mal­bikið myndi ég bregðast við en okkur þykir ekkert mál að við séum að spæna upp mal­bik og setja í lungun á börnunum okkar,“ segir Sig­rún.

Spurð út í um­ræðuna um sam­göngu­mál og hvort við séum á réttri leið segir Sig­rún að það sé smátt og smátt. „Ég held það sé of­boðs­lega mikil­vægt að það verði meiri hvatar til að fá fólk til að nota bílinn minna,“ segir Sig­rún.