Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í nótt för ökumanns í miðborginni. Hann reyndist undir áhrifum fíkniefna, að því er fram kemur í orðsendingu. Lögreglan segir að maðurinn hafi gerst sekur um marg ítrekuð brot. Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða, ásamt því að bíllinn hans var tekinn í vörslu lögreglu.

Nóttin var annars tíðindalítil hjá embættinu. Skráningarmerki voru fjarlægð af tíu bílum, sem ýmist voru ótryggðir eða höfðu ekki verið skoðaðir á réttum tíma.

Þá voru tveir til viðbótar stöðvaðir undir stýri, undir áhrifum fíkniefna.