Bíll keyrði inn í verslun Nettó í Búðarkór í Kópavogi í dag. Vísir greindi fyrst frá málinu.

Starfsmaður Nettó staðfestir að atvikið hafi átt sér stað í samtali við Fréttablaðið.

Hann telur bílinn hafa keyrt um það bil tíu metra inn í búðina, en sem betur fer hafi engin slasast. Lítið hafi verið að gera í versluninni og fáir inni í sjálfri búðinni. Hann segir þó að starfsfólk sem hafi orðið vitni að atvikinu hafi brugðið.

Starfsmaðurinn greinir frá því að eldri kona hafi verið við stýrið á bílnum, en hún hafi verið í svo miklu sjokki eftir atvikið að hún hafi ekki getað útskýrt hvað hafi átt sér stað. Hann telur þó líklegt að hún hafi ætlað sér að bakka, en hafi óvart keyrt inn í búðina.