Bíll stendur í ljósum logum á bílastæði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við Hverfisgötu. Að sögn heimilda Fréttablaðsins er ekki um æfingu að ræða. Ekki hefur fengist staðfest hvort sé um íkveikju að ræða eða slys. Talið er að bíllinn hafi verið mannlaus.

Í myndbandinu að neðan sést og heyrist í tveimur litlum sprengingum sem urðu í bílnum meðan hann brann.

Slökkviliðinu var til­kynnt um eld­inn kl. 21:15 og var bíllinn alelda þegar slökkvilið bar að garði. Slökkvilið er komið á vettvang og vinnur hörðum höndum við að slökkva eldinn og ráða niðurlögum eldsins.

Lögreglan hefur lokað götunni við innkeyrsluna að bílaplani lögreglu en stór hópur fólks fylgist með brunanum úr fjarska.

Myndbandið tók Þórsteinn Sigurðsson ljósmyndari.