Hvítur sendi­ferða­bíll í eigu hval­veiði­fyrir­tækisins Hvals hf. elti aðila á vegum dýra­verndar­sam­takanna Sea Sheperd í rúm­lega eina og hálfa klukku­stund. Sam­tökin greina frá þessu í Face­book færslu.

Í at­huga­semdum við færsluna kemur skýrt fram að bíllinn sé skráður á Hval hf.

„Í dag fylgdi hvítur sendi­ferða­bíll tveimur sjálf­boða­liðum okkar í meira en 1,5 klukku­stund, frá hval­veiði­stöðinni og alla leið til nær­liggjandi bæjar í 30 mínútna fjar­lægð,“ segir í færslunni.

Þegar sjálf­boða­liðarnir keyrðu fram hjá hval­veiði­stöðinni í Hval­firði birtist þeim hvítur sendi­ferða­bíll. „Við keyrðum af stað og hann fylgdi á eftir. Þegar við stoppuðum, stoppaði hvíti sendi­ferða­bíllinn líka. Þegar við snerum við, sneri hann líka við. Við tókum mynd­bönd og myndir,“ segja sjálf­boða­liðarnir.

Að lokum hringdu þau á lög­regluna, sem kom og bað öku­manninn „vin­sam­legast“ að stoppa. „Við tókum eftir því hvernig lög­reglan brosti og hló þegar talað var við bíl­stjórann. Á endanum fór lög­reglan, jafn­vel eftir að við sögðumst óttast það að fara heim til okkar.“

Hvíti sendi­ferða­bíllinn elti þau í tíu til fimm­tán mínútur í við­bót, eftir að lög­reglan hafði beðið öku­manninn um að stoppa.

„Þetta er til­raun til að hræða okkur. Þetta er til­raun til að láta okkur líða eins og við séum ó­örugg. Þetta virkar ekki. Við munum halda á­fram að skrá­setja hvala­slátrunina sleitu­laust þar til hún hættir,“ segir í færslunni.

Sam­tökin hyggjast til­kynna öku­manninn til lög­reglu á mánu­daginn.