Bill Gates, stofnandi Micros­oft, segir Co­vid-19 far­aldurinn vera langt frá því að vera yfir­staðinn. Gates varaði við því að af­brigði sem gæti verði enn meira smitandi og hættu­legra gæti enn litið dagsins ljós. Sky News greina frá þessu.

„Við höfum ekki séð það versta,“ sagði Gates. Hann sagðist ekki vilja vera nei­kvæður en líkurnar á hættu­legra af­brigði væru „vel yfir 5 prósent.“

Hann segir þörf á bólu­efnum sem koma í veg fyrir sýkingu, ekki bólu­efni sem minnka veikindi smitaðra ein­stak­linga.

Bill Gates, sem er einn ríkasti ein­stak­lingur heims hefur verið mikill á­huga­maður smit­sjúk­dóma. Hann skrifaði bókina How to Pre­vent the Next Pandemic.

Hann vill að stofnað verði sam­hæft teymi sér­fræðinga hvaða­næva úr heiminum sem myndu fylgjast með hvaða hættur eru til staðar og hvaða að­gerðir er hægt að fara í til þess að koma í veg fyrir hætturnar. Þetta teymi gæti inni­haldið allt frá far­alds­fræðingum að fólki sem gerir tölvu­líkön. Þetta teymi gæti til dæmis verið undir Al­þjóða­heil­brigðis­stofnuninni.

Árið 2015 hélt Gates fyrir­lestur þar sem hann talar um ógnina sem næsti „ofur­vírus“ gæti verið. 43 milljón manns hafa horft á þennan fyrir­lestur.