Bill Clin­ton, fyrr­verandi for­seti Banda­ríkjanna, hefur verið lagður inn á sjúkra­hús vegna blóð­eitrunar í kjöl­far þvag­færa­sýkingar. Clin­ton dvelur á gjör­gæslu­deild í borginni Ir­vine í Kali­forníu þar sem hann er undir eftir­liti. CNN greinir frá þessu.

Læknar hans sendu frá sér yfir­lýsingu í gær­kvöldi þar sem fram kom að Clin­ton hefði fengið sýkla­lyf og vökva í æð. Læknar hans segja að hann þurfi ekki á gjör­gæslu­með­ferð og hann dvelji að­eins á gjör­gæslu­deild til að tryggja frið­helgi hans og öryggi.

Í frétt CNN kemur fram að Clin­ton sé á­gæt­lega hress miðað við að­stæður; hann hafi talað við að­stand­endur sína og starfs­fólk og fengið sér göngu­túr um sjúkra­húsið. Þá hefur hann svarað með­ferðinni vel og er vonast til þess að hann verði út­skrifaður fljót­lega.