Parísarsýningin er elsta bílasýning í heimi en fyrsta slíka sýningin var haldin 1898. Síðan 1976 hefur hún verið haldin annað hvert ár og var frestað í fyrra vegna heimsfaraldursins. Hin stóra sýningin í bílaheiminum er bílasýningin í Frankfurt sem haldin er annað hvert ár til móts við Parísarsýninguna. Á næsta ári mun sýningin ganga til liðs við Equip Auto og skipuleggja bílaviku í París, en sú sýning hefur einmitt verið haldin annað hvert ár þegar Mondial de l´Automobile er ekki. Líkt og áður verður sýningin í expo Porte de Versailles sýningarsvæðinu sem er það stærsta í Frakklandi. Ekki er ljóst hvaða bílamerki munu sýna þar enn sem komið er.