Innlent

Skamm­tíma­stæðin orðin tvö­falt dýrari

Reykjavíkurborg hækkaði verð í skammtíma- og langtímastæðum um áramótin. Skammtimastæðin hækkuðu tvöfalt í Stjörnuporti og Vitatorgi.

Hér sést hvernig stæðin hafa hækkað í bílastæðahúsum Reykjavíkurborgar. Á Bergstöðum eru tvær hæðir en verðið er misjanft eftir hæðum. Það skýrir að tvær tölur eru við það hús.

Skammtímastæði tvöfölduðust í verði á þriðjudaginn á nokkrum stöðum í miðborginni. Á vef Bílastæðasjóðs kemur fram að í Stjörnuporti og Vitatorgi hækki fyrsta klukkustund úr 80 krónum í 150  og næstu klukkustundir hækki úr 50 krónum í 100.

Þetta þýðir að sá sem leggur í átta tíma greiðir 850 fyrir daginn í stað 430 króna áður.

Langtímastæði í bílahúsum hafa einnig hækkað í verði í nýju ári.

*  Efri hæð í Bergstöðum og Stjörnuporti hækka úr 7.900 krónur í 8.700 (10,1% hækkun)

*  Neðri hæðin á Bergstöðum, Ráðhús og Vesturgata hækkar úr 13.500 krónur í 14.500 krónur (7,4% hækkun).

*  Kolaport og Traðarkot hækka úr 8.700 úr 9.900 krónum (13,7% hækkun).

*  Vitatorg hækkar úr 6.900 í 7.500 krónur (8,7% hækkun).

Þá hækka skammtímastæði almennt um 20 prósent, úr 200 krónum í 240 fyrir klukkustundina en gjaldið eftir fyrstu klukkustund verður óbreytt í 120 króum. Tímagjaldið í Stjörnuporti og á Vitatorgi hækkar þó tvöfalt, eins og áður greinir.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

endómetríósa

„Mér fannst ég gríðar­lega mis­heppnuð“

Innlent

Þre­menningum sleppt úr haldi að lokinni skýrslu­töku

Umhverfismál

Veita frítt í strætó á næsta „gráa degi“

Auglýsing

Nýjast

Fimmtíu fastir um borð í logandi farþegaflugvél

Mætti með „heima­til­búið“ svif­ryk í pontu

Spyr ráðherra um brottvísun barna

Enginn til­kynnti beina út­sendingu af hryðju­verkunum

Mót­mæla nú fyrir framan lög­reglu­stöðina

Kærður fyrir þrjár líkamsárásir í sömu vikunni

Auglýsing