Samgöngur eru langstærsti einstaki losunarvaldurinn á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt skýrslu Umhverfisráðgjafar Íslands, sem nefnist Environice, fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélögin hafa verið með skýrsluna til umfjöllunar að undanförnu.

Þar segir að rúmur helmingur allrar losunar komi frá vegasamgöngum, eða 52 prósent, en samgöngur á sjó, flutnings- og fiskiskip koma þar skammt á eftir. Flug er aðeins með þrjú prósent af losun.

Í skýrslunni segir enn fremur að útreikningar á kolefnisspori geti aldrei orðið 100 prósent réttir eða óvéfengjanlegir, enda skorti enn töluvert á vísindalega þekkingu á veigamiklum þáttum í kolefnisbúskapnum. Útreikningarnir gefi þó mikilvægar vísbendingar.