Bílar

Bílasala í Kína minnkar fimmta mánuðinn í röð

Minnkunin í október var 13,2% og heildarminnkunin á árinu 2,5%. Sala bíla í Kína hefur vaxið linnulaust í meira en 20 ár og því markar þetta mikil tímamót.

Þétt bílaumferð í Kína.

Bílasala í nýliðnum október í Kína var minni en í sama mánuði í fyrra og markar þetta fimmta mánuðinn í röð þar sem bílasala er minni en fyrir ári. Það stefnir í að bílasala í Kína verði minni í heildina en í fyrra. Engu að síður seldust 1,98 milljón bílar í Kína í síðasta mánuði og er heildarsalan á árinu komin uppí 18,4 milljónir bíla og er það 2,5% minni sala en á sama tíma í fyrra. Minnkunin í október var hinsvegar uppá heil 13,2%. 

Áhrif þessarar minnkandi sölu í Kína er á svo til alla bílaframleiðendur heims og hafa flestir þeirra þurft að gera nýjar áætlanir vegna þessarar fallandi sölu. Spá flest þeirra mun minni hagnaði af rekstri í ár en við upphaf ársins. Mercedes Benz og Toyota eru einir fárra bílaframleiðenda sem hafa náð að auka sölu sína í Kína í ár. Sala bíla í Kína hefur vaxið linnulaust í meira en 20 ár og því markar þetta mikil tímamót. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Bílar

Citroën Cactus fær rafmagnsdrifrás

Bílar

Ferðamenn óku bíleigubílum 635 milljónir km í fyrra

Bílar

Yaris gæti horfið af markaði í Bandaríkjunum

Auglýsing

Nýjast

For­seta­frúin lætur reka þjóðar­öryggis­ráð­gjafa

Vilja neyðarfund í Öryggisráðinu

Vann 25 milljónir á röð númer 512

Umsóknir um ríkisborgararétt til Alþingis fjórfaldast

Bilun í vél Icelandair á leið til San Francisco

Ætlar að farga plaggatinu

Auglýsing