Davíð Már Bjarna­son, upp­lýsinga­full­trúi Slysa­varna­fé­lagsins Lands­bjargar, segir að björgunar­sveitir hafa haft í nógu að snúast í kvöld vegna veður og vinda.

„Þetta er búið að vera svona við­ráðan­legt. Þetta er búið að vera reytingur síðan fimm í dag. Helstu verk­efni björgunar­sveita hafa verið að að­stoða öku­menn bíla sem hafa lent í vand­ræðum vegna færðar eða veðurs. Það hafa bílar lent út af eða hrein­lega í vand­ræðum við að komast yfir heiðar og fest bílana,“ segir Davíð í sam­tali við Frétta­blaðið.

„Það virðist bara vera mjög erfitt ferða­veður,“ bætir hann við.

Tveir hópar sendir í verkefni rétt fyrir níu

Verk­efni björgunar­sveita í kvöld hafa aðal­lega verið á Norður- og Austur­landi.

„Þetta hefur verið í Vatns­skarði, á Holta­vörðu­heiði og síðast í Bröttu­brekku núna fyrir níu voru sendir tveir hópur vegna fólks í vand­ræðum,“ segir Davíð.

Hann hvetur fólk til að huga vel að út­búnaði og veður­spá áður en það leggur af stað í ferða­lög yfir fjall­vegi.

Hingað til hefur engin slys verið á fólki að sögn Davíðs. „Það var einn bíll sem fór á hliðina í Eyja­firðinum en þar voru engin slys á fólki.“

Hann segir Björgunar­sveitir reikna með því að það verði nóg að gera alveg fram á föstu­dag á meðan veðrið heldur á­fram og hvetur fólk til að halda sig heima.

„Þessi verk­efni sýna okkur það að það sé lé­legt ferða­veður og það er best að fólk haldi sig heima og fylgist með upp­lýsingum um veður og færð áður en það heldur af stað,“ segir Davíð að lokum.