Bif­reið sem stolið var af bíla­leigu í um­dæmi lög­reglunnar á Suður­nesjum fyrir nokkrum dögum fannst á malar­plani á Ás­brú í vikunni.

Fram kemur í til­kynningu lög­reglunnar að þegar bif­reiðin fannst hafi verið búið að fjar­lægja af og úr henni bæði aftur­ljósin, fram­ljósin og grill, mæla­borð, mið­stöð og snerti­skjá sem var út­varp og annað í.

Lög­reglan rann­sakar nú málið.