Lóðin er í heild um 23 þúsund fermetrar að stærð og er hún sérhönnuð með fleiri en eitt bílasölufyrirtæki með umfangsmikla starfsemi í huga. Skipulag lóðarinnar var hannað af arkitektum Arkís, þar sem boðið er upp á rúmgott og malbikað útisvæði fyrir alls um 800 bíla í stæði, sérhannaða lýsingu til að sýna og skoða bíla, vöktun öryggisfyrirtækja og fleira. Á athafnalóð Bílalands við Hestháls 15, skammt austan Jaguar Land Rover, eru nú liðlega um tvö hundruð notaðir bílar til sölu.