„Fjölskylda íslenska ferðamannsins, Jóns Jónssonar, sem hefur verið týndur frá því 9. febrúar 2019, biðlar til almennings í Írlandi að hjálpa til í leitinni.“ Svona hefst yfirlýsing frá fjölskyldu Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf að því sem virðist sporlaust í byrjun febrúar. Yfirlýsingin hefur verið send á alla írska fjölmiðla þar sem fjölskylda Jóns biðlar til almennings að vera með augun opin fyrir Jóni. 

Fjölskylda Jóns hefur dvalið í Írlandi nær samfleytt frá hvarfi hans, en hann var staddur í Írlandi ásamt unnustu sinni þegar hann hvarf þegar hann hvarf skyndilega laugardagsmorguninn 9. Febrúar. Síðustu vísbendingarnar af ferðum Jóns hafa fundist á öryggismyndavélum nærri Bonnington hótelinu þar sem hann dvaldi.
Fjölskylda Jóns, björgunarsveitir og sjálfboðaliðar leituðu af sér allan vafa í Whitehall-hverfinu, þar sem síðast sást til hans og unnið hefur verið eftir þeirri kenningu að hann hafi farið upp í leigubíl. Unnið hefur verið að því síðustu vikur að hengja upp auglýsingar með myndum af Jóni og upplýsingum um hann. 

„Við hvetjum fólk til þess að prenta út veggspjöld af Jóni og hengja þau upp á eins marga staði og mögulegt er, eins og vinnustaði, í bílglugga, í lestar, á strætóskýli og á íþróttaviðburðum,“ er haft eftir bróður Jóns, Davíð Karl Wiium í fréttatilkynningunni. Makrmiðið er að með því að hengja sem flest veggspjöld upp í Írlandi muni rétta manneskjan sjá það. 

„Við ætlum ekki að gefast upp. Við erum svo innilega þakklát fyrir stuðninginn og hjálpina sem við höfum fengið frá Írum og vonum að þetta átak á landsvísu muni hjálpa til við að koma Jóni heim,“ segir Davíð. 

Lýst eftir Jóni á alþjóðavísu

Alþjóðalögreglan Interpol hefur lýst eftir Jóni Þresti. Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns, sagði í samtali við Fréttablaðið fyrr í vikunni að það hefði verið mikill sigur að fá Interpol til að lýsa eftir Jóni. „Það var stórt skref að fá það í gegn. Maður veit ekkert hvar maðurinn er, en eins og staðan er núna erum við bara að reyna að þrauka, hengja upp veggspjöld og sýna einhvern lit,“ sagði Davíð. 

Lögreglu hefur borist fjöldi ábendinga um Jón Þröst og reynir nú að greiða úr þeim.  

Yfirlýsing frá fjölskyldu Jóns í heild sinni á ensku

The family of Icelandic tourist, Jon Jonsson, who has been missing since the 9th of February 2019, is appealing to the public of Ireland to help in the search for the missing man. A recent and extensive search by the Ireland Civil Defense of the immediate area where Jon was last seen in Whitehall, North Dublin, resulted in the conclusion that it is highly unlikely that Jon is in Whitehall. 

The ‘Have you seen my brother’ campaign is an effort by the family to make everyone in Ireland aware of the missing man, Jon Jonsson. 

“We’re encouraging people to print Jon’s poster and display it in as many different places as possible, including at their workplace, in their car window, at tram and bus stops, and at sporting events,” said his brother, David Karl Wiium.  

The link to the posters can be found here: https://drive.google.com/open?id=152oMZfIjMZj6PQsBB_WbFEsxjhnQkQzQ 

“We hope that with so many people helping to get Jon's picture out there all at once, the right person might see it,” said his brother David Karl Wiium. The 41-year-old left the Bonnington Dublin hotel in North Dublin at 11.05 AM on Saturday the 9th of February. The last CCTV sighting of Jon was at the exit of Highfield Hospital heading northbound on Swords Road on foot towards Collins Avenue. He was not picked up on any CCTV after that. It is possible that he may have gotten into a vehicle and traveled anywhere within Ireland. As Jon left his hotel without a passport or any other government-issued identification it is unlikely that he left Ireland, but it still remains a possibility as he would be able to travel to Northern Ireland and the UK without a passport. 

Jon’s family has been in Ireland searching for him since his disappearance a month ago and does not intend to leave the country without him. “We are not giving up. We are so incredibly grateful for the support and help we have received from the people of Ireland and hope this countrywide campaign will assist in helping us bring Jon home” said David Karl Wiium, Jon’s brother. 

Jon is described as a gentle and caring father of four, whose disappearance is completely out of character. He is 184cm tall (6 ft) and has brown hair and grey-blue eyes. It is unlikely that he would have a beard. Jon was last seen wearing black jeans, a black padded jacket, a black T-shirt with a printed white message and picture on the front, and black sneakers with a white base. 

The Gardaí have urged anyone who sees Jon to contact Ballymun Gardai station on 01 666 4400. Alternatively, people who think they may have sighted Jon can call the “Have you seen my brother hotline” on 0894431263 or email [email protected]