Slökkviliði barst tilkynning um eld í pallbíl á Kringlumýrarbraut í Reykjavík rétt fyrir klukkan átta í morgun. Var bíllinn orðinn alelda þegar slökkviliðsmenn komu á staðinn.

Hafa þeir ráðið niðurlögum eldsins og gekk slökkvistarf vel. Enn er unnið að frágangi á vettvangi, að sögn Hlyns Höskuldssonar, varðstjóra í aðgerðastjórn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Mögulega má búast við einhverjum umferðartruflunum á Kringlumýrarbraut á meðan frágangur stendur enn yfir.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Mynd/Aðsend