„Við erum ekki búin að ná alveg utan um þett­a en við höf­um þokk­a­leg tök á þess­u eins og stað­an er núna. Við vit­um hins veg­ar frá fyrr­i reynsl­u að þett­a get­ur breyst hratt,“ seg­ir Þór­ólf­ur Guðn­a­son sótt­varn­a­lækn­ir um töl­ur dags­ins. Hann seg­ir alla sem greind­ust í gær vera með bresk­a af­brigð­ið.

Þór­ólf­ur bend­ir á að sú skim­un sem Ís­lensk erfð­a­grein­ing stóð fyr­ir hafi eng­an greint og seg­ir það merk­i um það að það sé kannsk­i ekki mik­il sam­fé­lags­leg út­breiðsl­a smita.

„Kannsk­i er þett­a bara í svon­a af­mörk­uð­um hóp­um en við vit­um að þett­a er þarn­a, við erum á­fram að grein­a fólk sem er ekki í sótt­kví,“ seg­ir Þór­ólf­ur og biðl­ar til fólks að forð­ast hóp­a­mynd­an­ir, huga vel að ein­stak­lings­bundn­um sótt­vörn­um og gæta al­mennt að sér.

„Það eru ekki vís­bend­ing­ar um að það sé upp­sveifl­a í far­aldr­in­um en við vit­um hins veg­ar að veir­an er enn­þá þarn­a úti. Það er fólk sem er með lít­il sem eng­in ein­kenn­i en get­ur samt ver­ið að dreif­a veir­unn­i eða bor­ið hana með sér.“