Mikið blíð­viðri er í dag á höfuð­borgar­svæðinu og víðar um land og hafa fjöl­margir nýtt tæki­færið til að koma sér í sund. Í Vestur­bæjar­lauginni hefur frá því um há­degis­bil verið röð út á götu. Anna Kristín Sigurðar­dóttir, for­stöðu­maður Vestur­bæjar­laugar, segir í sam­tali við Frétta­blaðið að það sama hafi gerst á mánu­daginn og um helgina. Þau séu mjög bundin af fjölda­tak­mörkunum sem nú taki einnig inn öll börn sex ára og yngri.

„Það er búið að vera röð síðan í há­deginu. Biðin er ekki svo löng, það virðist fara einn inn og einn koma út,“ segir Anna Kristín.

Hún segir að það séu til­mæli frá sótt­varna­yfir­völdum að stytta sund­ferðirnar en að þau hafi ekki skipt sér af því hversu lengi fólk dvelur þar.

Að sögn forstöðumanns er biðin ekki löng.
Fréttablaðið/Valli

Sam­kvæmt sótt­varna­reglur má að­eins 50 prósent af leyfi­legum há­marks­fjölda gesta vera í lauginni auk þess sem gæta verður að tveggja metra reglunni.

„Það er tveggja metra regla í pottinum og þar ströndum við yfir­leitt. Við náum aldrei upp í helmings­nýtingu á fjölda og nú teljast grunn­skóla­börn með, en þau töldust ekki með áður,“ segir Anna Kristín og bendir á að í dag, og aðra virka daga, sé skóla­sund sem geti haft áhrif en því lauk klukkan 16 í dag.

„Það er gott veður og sumarið er greini­lega á leiðinni. En kannski rýmkast að­eins þegar fólk fer að fara í sól­bað. Þá verður ekki eins þröngt í pottunum,“ segir Anna Kristín sem vonast til þess að brátt verði rýmkað vegna sótt­varna á sund­stöðum hvað varðar ná­lægðar­mörk og fjölda­tak­mörk.

Nú teljast grunnskólabörn með í fjöldatakmörkun.
Fréttablaðið/Valli