Ljóst er að fjöl­margir eru á leið í sýna­töku í dag eftir smit helgarinnar en mikil bið­röð hefur myndast við skimunar­stöðina á Suður­lands­braut. Sam­kvæmt ljós­myndara Frétta­blaðsins nær röðin lengst upp í Ár­múla.

Alls greindust 44 með co­vid-19 um helgina og eru nú 97 í ein­angrun með virkt smit og 386 í sótt­kví. Tæp­lega þúsund sýni voru tekin innan­lands í gær og tæp­lega 550 á landa­mærunum.

Biðröðin nær lengst eftir Ármúlanum.
Fréttablaðið/Stefán Karlsson

Á upp­lýsinga­fundi al­manna­varna í dag var greint frá því að til­viljana­kenndar skimanir eru til skoðunar eins og gert var í fyrra­vetur. Það yrði þá gert í sam­starfi við Ís­lenska erfða­greiningu.

Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, sagði að það gæti gefið góða mynd af út­breiðslu í sam­fé­laginu og for­sendur fyrir sam­fé­lags­legum að­gerðum.

Alma Möller, land­læknir, sagði at­burði helgarinnar von­brigði. Breska af­brigðið er til staðar í sam­fé­laginu og nú sé mikil­vægt að fara í sýna­töku við minnstu ein­kenni.

Hósti, hiti, and­þyngsli, kvef, háls­bólga, bein­verkir, höfuð­verkir, slapp­leiki, ó­gleði eða skert lyktar og bragð­skyn eru helstu ein­kenni. Þá sagði hún mikil­vægt að fólk haldi sig heima þar til það fær niður­stöðu úr sýna­töku.

Ljóst eru að margir hafa verið boðaðir í skimun síðastliðinn sólarhring.
Fréttablaðið/Stefán Karlsson