„Við erum nú stödd í bylgju af Co­vid-19 af völdum Delta af­brigðisins sem er sú stærsta sem við höfum séð til þessa,“ sagði Þór­ólfur Guðna­­son, sótt­varna­læknir, á upp­­­lýsinga­fundi al­manna­varna í dag áður en út­sending rofnaði.

Síðast­liðna tvo sólar­hringa greindust 320 smit um allt land en flest á höfuð­­borgar­­svæðinu. Þór­ólfur sagði að tvær stórar hópa­­sýkingar hafa komið upp í ein í tengslum við karó­ki skemmtana­hald og önnur í tengslum við kóra­­starf.

„Af­­leiðingin af út­breiddu smiti í sam­­fé­laginu er fjölgun á inn­lögnum á sjúkra­húsi eins og við hefðum séð og al­var­­lega veikt fólk þurfti að leggjast þar inn, sem er um það bil tvö prósent af þeim sem smitast. Þetta er það sem við höfum þurft að vera að horfa upp á núna undan­farið með vaxandi al­var­­legum veikindum og fólk þurfti að leggjast inn á gjör­­gæslu­­deild,“ sagði Þór­ólfur og bætti við að staðan á Land­­spítalanum og Sjúkra­húsinu á Akur­eyri væri þung.

„Ef nú­verandi fjöldi smita heldur á­­fram þá er nokkuð ljóst að á spítölunum mun skapast neyðar­á­­stand innan skamms.“

Vonar að aðgerðirnar skili tilætluðum árangri

Þórólfur sagði að það væri rétt að benda á stöðuna í í mörgum Evrópu­löndum og sagði að þar væri að skapast neyðar­á­­stand á sjúkra­húsum vegna Co­vid. Sér­stak­lega vil ég nefna í Rúmeníu þar sem gjör­­gæslu­­pláss eru full og þar er verið að senda sjúk­linga á gjör­­gæslu sjúk­linga með CO­VID ní­tján á milli landa,“ sagði Þór­ólfur en einungis 30% Rúmena eru bólu­settir.

„Við viljum ekki lenda í því og það er mikil­­vægt að við grípum til að­­gerða til að koma í veg fyrir að slíkt á­­stand skapist hér á landi,“ sagði hann enn fremur.

„Það eru nokkur at­riði sem við getum gert til að hindra slíka þróun og við þekkjum það nú svo sem en við verðum að hamra á því stöðugt er búið að boða nýja nýja reglu­­gerð um innan­­lands tak­­markanir og ég vona svo sannar­­lega að þær tak­­markanir muni skila til­­ætluðum árangri en það sem mun hins vegar að ráða úr­­slitum í bar­áttu okkar við þessa bylgju er hvernig við sem ein­staklingar stöndum okkur í okkar ein­stak­lings­bundnu sótt­vörnum með því að forðast mann­marga staði þar sem lítið eða ekkert skipu­lag er á sótt­vörnum til dæmis.“

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Fréttablaðið/Eyþór Árnason

„Við þurfum að við­hafa eins metra nána ná­lægðar­­reglu í sam­­gangi við ó­­­tengda aðila við getm tamið okkur að nota grímu þegar ekki er hægt að upp­­­fylla eins metra ná­lægðar­­mörk og eins á stöðum sem eru illa loft­ræstir,“ sagði Þór­ólfur.

Þá ættu við­burða­haldarar að í­huga að krefjast nei­­kvæðs hr­að­­greiningar­­próf af öllum sem þá við­burði sækja bæði og hvort sem við­burðirnir eru stórir eða smáir jafn­vel þó það sé ekki krafist í reglu­­gerð að mati Þór­ólfs.

Sótt­varnar­yfir­völd eru aðh efja bólu­setningar­á­tak hjá öllum sem eru eldri en sex­tán ára og verður þeim boðið örvunar­bólu­setning en er­lendar rann­sóknir benda til þess að örvunar­bólu­setning sé mjög á­hrifa­rík til að koma í veg fyrir smit og al­var­leg veikindi af völdum Delta af­brigðisins.

„Til þessa hefur verið heldur dræm þátt­­taka í örvunar bólu­­setningunni þannig að ég hvet alla sem hafa fengið boð í bólu­­setningu að mæta nú frá­bendingar við örvunar­­skammti eru einungis hjá þeim sem fengu al­var­­legar auka­­­verkanir af sínum öðrum skammti og eins hjá þeim sem eru með sjálf­­sof­­næmis­­sjúk­­dóma eða sjúk­­dóms sem versnaði við bólu­­setningu númer tvö af þessum aðilum er ráð­lagt að ráð­­færa sig við sinn lækni um hvort þeir eiga að þiggja örvunar bólu­­setningu eða ekki,“ sagði Þór­ólfur.

„Þannig bind ég vonir við að örvunar bólu­­setningin muni skapa við­unandi hjarðó­­næmi sem okkur hefur verið tíð­rætt um núna í þessum far­aldri sem nú­verandi bólu­­setningar ég er ekki að gefa okkur og þannig að við­unandi hjarðó­­næmi muni koma í veg fyrir víð­tæka út­breiðslu veirunnar og þannig koma okkur út úr þessu á­standi.“

Þór­óflur hvatti einnig alla sem ekki hafa mætt í bólu­setningu en eiga þess kost að fara í bólu­setningu.

Víðir, Þórólfur og Alma á upplýsingafundi í dag.
Fréttablaðið/Eyþór Árnason

„Að lokum vil ég hvetja alla til að standa saman um þær að­­gerðir sem nú hafa verið boðaðar eins og Víðir [Reynis­son, yfir­lög­reglu­þjónn] gat um áðan þannig að við getum náð niður nú­verandi bylgju og komið í veg fyrir neyðar­á­­stand í heil­brigðis­­kerfinu,“ sagði Þórólfur.

Hann sagði Ís­lendinga vita hvað virkar og við ættum að nýta okkur það en ekki reyna finna upp hjólið.

„Við þá sem undan­farið hafa verið að tala far­aldurinn niður eða talaði niður að­­gerðir sem beitt er til að koma í veg fyrir út­breiðslu smita í sam­­fé­laginu vil ég segja. Ég vil biðla til ykkar um að slást með okkur í för til að kveða far­aldurinn niður í við­ráðan­­legan fjölda nýtum okkur þann sam­einingar kraft sem við búum yfir til að forða þjóð­­fé­laginu frá al­var­­legum heilsu­fars­­legum af­­leiðingum,“ sagði Þórólfur að lokum