Alma Möller land­læknir biðlar til fólks um að hægja á sér um Verslunar­manna­helgina. Alma var gestur í morgunút­varpi Rásar 2 í morgun. Hún segir stöðuna nú hulna ó­vissu vegna Delta-af­brigðisins en af­leiðingarnar hefðu orðið verri ef ekkert hefði verið gert.

„Hún er auð­vitað bara hulin ó­vissu. Við erum með þetta Delta af­brigði sem er tvöfalt meira smitandi heldur en af­brigðið sem byrjaði, smitar hraðar og meira og veldur meiri veikindum. Ó­vissan snýst um hver á­hrifin eru í bólu­settu sam­fé­lagi, eins og við erum,“ segir Alma.

Alma segir Ísrael, Bret­land og kannski Möltu vera í sam­bæri­legri stöðu og Ís­land. Bólu­efnin verji vel gegn al­var­legum veikindum en nú sé í meira mæli að fólk geti fengið veiruna og borið hana á­fram. Alma segir að það séu von­brigðin.

„Við þurfum að mæla hve margir eru að veikjast og erum auð­vitað að gera það. Það er bara ekki komið alveg nógu vel í ljós, því það er of skammur tími síðan fólk fór að veikjast,“ segir Alma. Hún segir að hver dagur verði tekinn í að skoða stöðuna.

Að­spurð út í þá sem smitast hafa aftur og hvort þeir séu þá ekki lengur með mót­efni segir Alma það ekki vitað.

„Þetta er ekki alveg vitað. Það sem ég hef lesið um Delta af­brigðið er að endur­sýkingar séu fá­tíðar, en þær koma fyrir. Auð­vitað vitum við heldur ekki hversu lengi mót­efna­svarið varir. Það er al­mennt með kóróna­veirur að það dvínar. En við vitum það ekki með þessa veiru.“

Hún segir gögn frá Ísrael benda til að mót­efna­svarið eftir bólu­setningu dvíni með tímanum. Þar er bólu­sett með Pfizer og því skoðað hvort bólu­setja eigi með þriðju sprautunni.

Alma segir að­spurð að það taki ekki eins langan tíma að breyta bólu­efnunum og að þróa þau. Búið sé að stytta tímann hjá evrópskum sótt­varnar­yfir­völdum sem fari í að sam­þykkja þau.

Skoðað sé meðal sér­fræðinga hvort hugsan­lega verði gefið bólu­efni í gegnum nef, þar sem veiran smitast helst. Það sé þó bara til skoðunar.

Að­spurð út í örvunar­skammta af bólu­efnum og hvort þeir séu komnir til að vera segir Alma að vel geti komið til þess að far­aldurinn verði eins og inflúensu­far­aldur sem kalli á bólu­efni einu sinni á ári. „En auð­vitað þurfum við að sjá núna hvað gerist. Það er ekkert ó­lík­legt að það verði ein­hver gát á landa­mærunum en hvernig hún verður veit ég ekki.“

Lang­tíma­af­leiðingar þess að gera ekkert meiri

Að­spurð að því hvort heil­brigðis­yfir­völd séu farin að óttast lang­tíma­af­leiðingar að­gerða í ljósi þess hve langan tíma far­aldurinn hefur varað segir Alma að lang­tíma­af­leiðingar þess að hafa ekkert gert hefðu verið meiri.

„En auð­vitað óttast maður að þessi lang­tíma­á­hrif verði meiri eftir því sem far­aldurinn dregst á langinn og al­menningur hefur auð­vitað fært fórnir og við öll,“ segir Alma.

„Þess vegna finnst okkur svo mikil­vægt að fara var­lega núna og taka sem minnsta á­hættu til að stefna ekki þessum góða árangri í voða og virða þessa ó­vissu. Við þurfum bara öll á­fram að fara að öllu með gát og hrapa ekki að neinum á­lyktunum og á­kvörðunum.“

Alma segir von­brigðin hafa verið á­þreifan­leg þegar fjórða bylgjan byrjaði. „En það virðist eins og fólk hafi náð sér af því og að fólk skilji bara þörfina á að gera þetta og að við bara stöndum á­fram saman. Og ég held við höfum alveg þá seiglu og út­hald sem þarf til þess.“

Stærsta ferða­manna­helgi ársins, Versló er fram­undan og var Alma spurð út í hvaða skila­boð hún hefur til lands­manna vegna helgarinnar.

„Það er auð­vitað bara að muna eftir ein­stak­lings­bundnum sótt­vörnum, að nota grímur og þá verð ég að fá að nefna það að grímur gera ekkert gagn þegar þær eru á hökunni, þær eiga að ná bæði yfir munn og nef. Síðan er það hand­hreinsunin, áður en þú snertir eitt­hvað sem aðrir snerta þá ertu að vernda aðra og eftir, þá ertu að vernda þig eins og áður en þú ferð inn í verslunina og eftir að þú kemur út,“ segir Alma.

„Síðan myndum við vilja í ljósi stöðunnar biðla til fólks um að hægja sem mest á öllu eins og fólk getur. Að fækka í hópunum því við vitum alveg að því færri sem þú hittir og því meiri fjar­lægð og því betri ein­stak­lings­bundnar sótt­varnir þeim mun betra, þannig við biðlum til fólks um að fara var­lega og hægja á sér eins og hægt er.“