Yfir­kjör­stjórn Norðvest­ur­kjör­dæmis biður kjósendur og frambjóðendur afsökunar og harm­ar þá stöðu sem er kom­in upp vegna starfa kjörstjórnarinnar á taln­ing­arstað í kosn­ing­un­um.

„Við viljum biðja frambjóðendur og kjósendur afsökunar, en ítrekum að talningarfólk og starfsfólk á talningarstað sinnti starfi sínu af alúð og heilindum. Við óskum eftir því að það verði ekki dregið í umræðu um málið enda ábyrgðin alfarið yfirkjörstjórnar.“ segir í yfirlýsingu kjörstjórnarinnar.

Ábyrgðin á stöðunni sé al­farið yfir­kjör­stjórn­ar og ósk­ar þess að starfs­menn verði ekki dregn­ir í umræðuna um málið. Þá er tekið fram að yfir­kjör­stjórn­in og ein­stak­ir full­trú­ar henn­ar muni ekki tjá sig frek­ar um málið að sinni.

Und­ir yf­ir­lýs­ing­una rita Ingi Tryggva­son, formaður, Bragi R. Ax­els­son, Ingi­björg Inga Guðmunds­dótt­ir, Guðrún Sig­hvats­dótt­ir og Katrín Páls­dótt­ir.

Landskjörstjórn mun ákveða síðar í dag hvaða þingmenn eru kjörnir.