Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis biður kjósendur og frambjóðendur afsökunar og harmar þá stöðu sem er komin upp vegna starfa kjörstjórnarinnar á talningarstað í kosningunum.
„Við viljum biðja frambjóðendur og kjósendur afsökunar, en ítrekum að talningarfólk og starfsfólk á talningarstað sinnti starfi sínu af alúð og heilindum. Við óskum eftir því að það verði ekki dregið í umræðu um málið enda ábyrgðin alfarið yfirkjörstjórnar.“ segir í yfirlýsingu kjörstjórnarinnar.
Ábyrgðin á stöðunni sé alfarið yfirkjörstjórnar og óskar þess að starfsmenn verði ekki dregnir í umræðuna um málið. Þá er tekið fram að yfirkjörstjórnin og einstakir fulltrúar hennar muni ekki tjá sig frekar um málið að sinni.
Undir yfirlýsinguna rita Ingi Tryggvason, formaður, Bragi R. Axelsson, Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir, Guðrún Sighvatsdóttir og Katrín Pálsdóttir.
Landskjörstjórn mun ákveða síðar í dag hvaða þingmenn eru kjörnir.