For­sætis­ráðu­neytið biðst af­sökunar á mis­tökum sem urðu við gerð skýrslu þjóðar­öryggis­ráðs um mat á á­standi og horfum í þjóðar­öryggis­málum. Þar er fjallað um hryðju­verka­ógn en það gleymdist að minnast á að Haukur Hilmars­son, barðist með her­sveitum Kúrda gegn ISIS og lést að öllum líkindum í loft­á­rás Tyrkja í Sýr­landi þar sem hann barðist með Kúrdum.

Í skýrslunni kemur fram að ekki sé vitað til þess að nokkur Ís­lendingur hafi farið til Mið­austur­landa til að berjast gegn sam­tökunum sem kenna sig við Íslamskt ríki eða ISIS og að það sé, meðal annars, á­stæða þess að hætta á hryðju­verkum sé minni hér á landi borið saman við hin Norður­löndin.

Eva Hauks­dóttir, móðir Hauks, sagði á Face­book-síðu sinni í kvöld að hún vissi að þau sem þekktu Hauk ekki per­sónu­lega myndu gleyma honum fljótt en var hissa á því að for­sætis­ráð­herra skyldi ekkert ráma í hann.

Mistök við gerð skýrslunnar

Í til­kynningu frá ráðu­neytinu segir að í skýrslunni hafi orðið mis­tök þar sem að vitað sé „að minnsta kosti um einn Ís­lending, Hauk Hilmars­son, sem barðist með her­sveitum Kúrda gegn ISIS, og verða þau leið­rétt.“

Sam­kvæmt því verður skýrslan sjálf leið­rétt og prentuð upp að því.

„Þessi leiðu mis­tök eru hörmuð og beðist er af­sökunar á þeim sárindum sem þau hafa valdið,“ segir að lokum í til­kynningunni.