Reykja­víkur­borg hvetur íbúa til að huga að að­gengi að sorp­tunnum vegna ó­veðursins sem gekk yfir suð­vestur­hluta landsins í nótt. Búist var við því að sorp­hirða myndi hefjast í höfuð­borginni klukkan 10.

Í­búar í Árbæ, Breið­holti, Vestur­bæ og Mið­bæ (póst­númer 101, 107, 109, 110 og 111) eru sér­stak­lega beðnir um að huga að að­gengi fyrir sorp­hirðu; moka snjó frá tunnum og göngu­leiðum og hálku­verja þær.

„Starf sorp­hirðu­fólks er einkar erfitt viður­eignar í veður­að­stæðum eins og nú eru uppi og má gera ráð fyrir erfiðum að­stæðum næstu daga sem geta tafið hirðuna. Til að sorp­hirða í borginni haldi á­ætlun, er mikil­vægt að hægt sé að komast að tunnum til að losa þær. Þar sem ekki er mokað frá og starfs­fólk kemst ekki að tunnunum getur þurft að sleppa því að tæma,” segir í til­kynningunni.

Þá er fólk minnt á að huga að því að lýsing í geymslum og skýlum sé í lagi.

Hægt er að sjá losunar­daga eftir hverfum ísorp­hirðu­daga­tali á vef Reykja­víkur­borgar.