Banda­rísk heil­brigðis­yfir­völd hafa varað borgara við því að drekka hand­spritt, í kjöl­far þess að fimm­tán manns voru lagðir inn á spítala í Arizona og New Mexíkó ríki eftir að hafa gert ein­mitt það. Þetta kemur fram á vef Sky.

Um var að ræða þrettán karl­menn og tvær konur. Þau voru á aldrinum 21 til 65 ára og drukku þau öll hand­spritt, sem ekki eru ætluð til inn­töku. Fjögur af þeim létu lífið vegna þessa en þrjú misstu sjón. Þrjú af þeim fjórum sem létu lífið fengu auk þess flog.

Í frétt Sky kemur fram að at­vikin hafi öll átt sér stað í maí og júní. Fjögur þeirra hafi enn verið á spítala þann 8. júlí en í ný­út­gefinni skýrslu um málin er ekki að finna frekari upp­lýsingar um líðan sjúk­lingana.

Einn af sjúk­lingunum var 44 ára gamall karl­maður sem leitaði til læknis eftir að hann missti skyndi­lega sjón. Í áður­nefndri skýrslu kemur fram að hann hafi drukkið „ó­þekkt magn af hand­spritti í nokkra daga áður en hann leitaði sér læknis­að­stoðar.“