Joe Biden, for­seti Banda­ríkjanna og eigin­kona hans, Jill Biden vottuðu Elísa­betu Drottningu virðingu sína í dag þegar þau heim­sóttu kistu hennar í West­min­ster Hall í Lundúnum.

Biden mætti til Bret­lands í gær til þess að vera við­staddur jarðar­för Elísa­betar, en hundruð þjóð­höfðingja og em­bættis­manna eru nú mættir til Lundúna til að votta Drottningunni virðingu sína.

Út­­förin fer fram í West­min­ster Abby á morgun, en þar var Drottningin einnig krýnd árið 1953. Tvö þúsund manns geta setið í West­min­ster Abby en í krýningu drottningarinnar var sætunum fjölgað í átta þúsund, búist er við því að það sama verði gert við út­­för hennar.

Biden-hjónin stóðu á svölunum og fylgdust með kistu Drottningarinnar.
Fréttablaðið/Getty
Jill og Joe Biden skrifa undir samúðarbók í Lancaster House í Lundúnum.
Fréttablaðið/Getty