Stjórn Joe Bid­ens Band­a­ríkj­a­for­set­a hef­ur lýst því yfir að hún styðj­i hug­mynd­ir um að af­létt­a eink­a­leyf­um á ból­u­efn­i gegn COVID-19 á vett­vang­i Al­þjóð­a­við­skipt­a­stofn­un­ar­inn­ar (WTO). Með því að af­létt­a eink­a­leyf­um er hægt að fram­leið­a ból­u­efn­in víð­ar en í verk­smiðj­um þeirr­a lyfj­a­fyr­ir­tækj­a sem eiga nú eink­a­rétt á slíkr­i fram­leiðsl­u.

Lagt hef­ur ver­ið hart að Bid­en og stjórn hans að hún láti af and­spyrn­u sinn­i við þess­ar hug­mynd­ir á vett­vang­i WTO en fjöl­mörg ríki hafa hvatt til þess að eink­a­leyf­un­um verð­i af­létt svo hægt verð­i að fram­leið­a ból­u­efn­i í meir­a magn­i þar sem ekk­ert lát er á COVID-19 far­aldr­in­um víða um heim, eink­um í fá­tæk­ar­i ríkj­um sem set­ið hafa á hak­an­um er flest rík­ar­i land­a hafa sett út­veg­að sér mik­ið magn ból­u­efn­a.

Kat­her­in­e Tai, sendiherra Band­a­ríkj­a­stjórn­ar í við­skipt­a­mál­um, greind­i frá breyttr­i af­stöð­u henn­ar í yf­ir­lýs­ing­u. „Þett­a er heimskr­ís­a í heil­brigð­is­mál­um og áður ó­þekkt­ar að­stæð­ur vegn­a COVID-19 far­ald­urs­ins kall­a á rót­tæk við­brögð. Stjórn­in tel­ur vernd eink­a­leyf­a mik­il­væg­a en til að bind­a enda á far­ald­ur­inn, styð­ur hún af­létt­ing­u eink­a­leyf­a á ból­u­efn­um gegn COVID-19“.

Tai seg­ir mikl­a vinn­u fyr­ir hönd­um að af­létt­a eink­a­leyf­un­um.
Fréttablaðið/EPA

Hún bætt­i við að Band­a­ríkj­a­stjórn mynd­i taka þátt í samn­ing­a­við­ræð­um á vett­vang­i WTO vegn­a máls­ins en þær gætu tek­ið tíma sök­um þess að þar þurfi að ná sátt um mál­ið og það sé flók­ið.

Bar­átt­u­fólk fyr­ir af­létt­ing­u eink­a­leyf­ann­a seg­ir að mál­in­u sé þó ekki lok­ið þrátt fyr­ir þenn­an við­snún­ing í af­stöð­u Band­a­ríkj­a­stjórn­ar, sem var einn­a hörð­ust í and­stöð­u sinn­i gegn af­létt­ing­unn­i á vett­vang­i WTO. Því þurf­i að fylgj­a upp­lýs­ing­a­gjöf frá eink­a­leyf­is­höf­um til fram­leið­end­a um all­an heim um hvern­ig hátt­a skal fram­leiðsl­unn­i.

Áhrifa yfirlýsingar Bandaríkjastjórnar gætti strax á hlutabréfamörkuðum og hríðféllu hlutabréf í lyfjafyrirtækjunum Pfizer, BioNtech, Novavax og Moderna eftir hún var gefin út.