Joe Biden, for­seti Banda­ríkjanna, stað­festi í dag að hann mun verða við­staddur út­för Elísa­betar II. Breta­drottningar. Ekki er enn vitað hve­nær út­förin verður haldin en dag­setningin 19. septem­ber hefur komið upp í um­ræðum um mögu­lega dag­setningu.

„Ég veit ekki enn hver smá­at­riðin eru en ég ætla að fara,“ sagði Biden í dag. Hann sagðist þekkja Karl III. per­sónu­lega en þeir höfðu ekki talað eftir and­lát Elísa­betar II.

Búist er við því að út­förin fari fram í West­min­ster Abby, en þar var drottningin einnig krýnd árið 1953. Tvö þúsund manns geta setið í West­min­ster Abby en í krýningu drottningarinnar var sætunum fjölgað í átta þúsund, búist er við því að það sama verði gert við út­för hennar.

Konungs­fjöl­skyldur víða úr Evrópu munu lík­legast einnig sækja út­för Elísa­betar, á­samt for­setum, for­sætis­ráð­herrum og sendi­herrum frá Evrópu.