Joe Biden for­seti Banda­ríkjanna til­kynnti í dag að Banda­ríkin og þeirra banda­menn ætla að úti­loka Rúss­land frá al­þjóða­við­skiptum í refsingar­skyni fyrir inn­rás Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta í Úkraínu.

Biden greindi frá þessu í á­varpi frá Hvíta húsinu í dag en BBC segir frá.

„Banda­ríkin, banda­menn okkar og sam­starfs­aðilar munum halda á­fram að auka efna­hags­lega þrýsting á Pútín og ein­angra Rúss­land enn frekar,“ sagði Biden í á­varpi sínu.

Hann bætti við að refsi­að­gerðirnar væru á­kveðnar í sam­ráði við At­lants­hafs­banda­lagið, G-7 ríkin og Evrópu­sam­bandið.

Ljósmynd/EPA

„Annað stórt högg fyrir rúss­neskan efna­hag“

Að­gerðirnar fela meðal annars í sér al­gjört inn­flutnings­bann á sjávar­af­urðir, vodka og demanta frá Rúss­landi og þá er einnig sett á út­flutnings­bann á banda­rískar lúxu­s­vörur til Rúss­lands og Hvíta-Rúss­lands.

Vla­dimir Pútin hefur líkt efna­hags­að­gerðum vestur­landa á Rúss­land við stríðs­yfir­lýsingu og hefur hann hótað að þjóð­nýta allan iðnað landsins.

„Þetta er annað stórt högg fyrir rúss­neskan efna­hag,“ sagði Biden.

Evrópu­sam­bandið á­kvað einnig að banna inn­flutning á rús­sensku stáli og járni sam­hliða að­gerðum Banda­ríkjanna.