Joe Biden Banda­ríkja­for­seti segir að hann sjái ekki eftir að kalla banda­rískt her­lið frá Afgan­istan, tuttugu árum eftir inn­rás í landið. Tali­banar eru í stöðugri sókn þar, her­taka hverja borgina á fætur annarri og stjórn­völd berjast í bökkum.

Þetta sagði for­setinn á blaða­manna­fundi í Hvíta húsinu í gær. Hann hvatti leið­toga landsins til að standa saman og „berjast fyrir þjóð sína.“

Hann sagði að Banda­ríkin stæðu þétt við bakið á af­gönskum stjórn­völdum, til að mynda með loft­á­rásum gegn liðs­mönnum Tali­bana, greiðslu launa her­manna og dreifingu matar og búnaðar. „Þeir þurfa að berjast sjálfir,“ sagði hann enn fremur.

Sam­kvæmt heimildar­mönnum Was­hington Post gæti höfuð­borgin Kabúl fallið í hendur Tali­bana innan 90 daga. Þetta mun vera byggt á mati banda­ríska hersins.

Meira en þúsund ó­breyttir borgarar hafa fallið í á­tökum Tali­bana og stjórnar­hersins sam­kvæmt Sam­einuðu þjóðunum. Á undan­förnum sólar­hring hafa Tali­banar náð á sitt vald þremur héraðs­höfuð­borgum.