Sam­kvæmt á­ætlunum Banda­ríkja­stjórnar eiga síðustu her­mennirnir að yfir­gefa landið 31. ágúst. Joe Biden Banda­ríkja­for­seti segir hugsan­legt að her­lið verði í Afgan­istan lengur.

Þetta sagði for­setinn í við­tali við Geor­ge Stephanopou­los á ABC sjón­varps­stöðina í gær. Um 4.500 banda­rískir her­menn eru nú í landinu og gæta öryggis á Hamid Karzai al­þjóða­flug­vellinu í Kabúl. Tali­banar hafa um­kringt flug­völlinn og komið upp eftir­lits­stöðvum. Þeir meina öllum sem ekki eru með rétta pappíra en dæmi eru um að fólk sem er með slíkt komist ekki gegnum eftir­lits­stöðvarnar.

Mikil ringul­reið hefur verið á flug­vellinum er fjöldi er­lendra ríkis­borgara og Af­gana vilja komast úr landi eftir valda­töku tali­bana og sagði Biden það verið ó­um­flýjan­legt. Hann neitaði að viður­kenna að mis­tök hefðu verið gerð. „Sú hug­mynd að ein­hvern veginn sé hægt að fara á brott án þess að glund­roði skapist, ég veit ekki hvernig það ætti að gerast,“ sagði for­setinn.

Að­spurður um mynd­skeið á sam­fé­lags­miðlum sem sýna ör­væntingar­fulla Afgani falla úr banda­rískum her­flug­vélum hafa vakið hneykslun svaraði hann nokkuð gramur að það hefði gerst fyrir „fjórum eða fimm dögum!“

Síðan á sunnu­daginn hafa tólf fallið á og við flug­völlinn að sögn tals­manns tali­bana. Fólkið hefur verið skotið til bana eða troðist undir. Bæði tali­banar og banda­rískir her­menn eru sakaðir um að bera á­byrgð á dauða fólks þar. Í einu til­felli skutu tali­banar af­ganskan túlk í fótinn er hann reyndi að komast í flug á vegum ástralska hersins. Banda­rískir ríkis­borgarar hafa einnig átt í erfið­leikum með að komast í flug.

Enn eru um fimm­tán þúsund Banda­ríkja­menn staddir í landinu en það sem af er hafa um 5.200 Banda­ríkja­menn verið fluttir frá landinu, þar af um tvö þúsund á síðast­liðnum sólar­hring og er mark­miðið að flytja níu þúsund manns á brott á degi hverjum. Til stendur að flytja um 50 til 65 þúsund Af­gana á brott, þar á meðal túlka sem störfuðu fyrir er­lent her­lið.

Far­þegar ganga um borð í flug­vél NATO í gær.
Fréttablaðið/EPA

Yfir­­völd víða um heim hafa sett aukinn kraft í brott­flutning frá landinu, bæði er­­lendra sem og Af­gana. Banda­ríska flug­­mála­­eftir­­litið hefur heimilað þar­­lendum flug­­fé­lögum og ó­­breyttum flug­­mönnum að fljúga til Kabúl, eins lengi og leyfi fæst frá varnar­­mála­ráðu­neyti landsins.

Fyrir um mánuði síðan sagði Biden að valda­taka tali­bana er banda­ríski herinn yfir­gefur landið að það væri „afar ó­lík­legt“ en hafði rangt fyrir sér. „Þú settir ekki fram tíma­línu þegar þú sagðir að það væri afar ó­lík­legt. Þú sagðir bara beint út að það væri afar ó­lík­legt að tali­banar tækju völdin,“ sagði Stephanopou­los.

„Já,“ svaraði Biden og gaf ekki frekar skýringar á því hvers vegna hann hafði rangt fyrir sér. Hann full­vissaði þjóð sína í apríl að brott­hvarfið myndi fara fram á öruggan og skipu­legan hátt.

Hann varpaði sök á af­ganska herinn og fyrr­verandi stjórn­völd fyrir leiftur­sókn tali­bana. Sam­kvæmt heimildum innan banda­rískra leyni­þjónustu­stofna var Biden varaður við því að brott­hvarfinu fylgdi mikil á­hætta en var engu að síður viss í sök sinni.

Ashraf Ghani, fyrr­verandi for­seti, flúði um helgina til Sam­einuðu arabísku fursta­dæmanna, að eigin sögn til að koma í veg fyrir að hann yrði hengdur af tali­bönum. For­dæmi er fyrir því en er þeir náðu völdum þar 1996 var for­setinn Mohammad Naji­bullah pyntaður og af­höfðaður af tali­bönum og lík hans hengt í ljósa­staur í ná­grenni for­seta­hallarinnar. Ghani hefur verið sakaður um að stela 169 milljónum dollara frá af­ganska ríkinu er hann flúði land en þver­tekur fyrir það.