Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist vera tilbúinn að setjast niður og funda með Vladimír Pútin Rússlandsforseta ef sá síðarnefndi væri tilbúinn að ræða um mögulega stríðslok í Úkraínu.
Biden sagði að hann myndi einungis boða Pútín til fundar eftir samtal við bandamenn sína í Atlantshafsbandalaginu.
„Ég er tilbúinn í samtal ef hann er tilbúinn að tala og finna út úr því hvað hann vilji gera,“ sagði Biden á blaðamannafundi í Hvíta húsinu að loknum þriggja tíma fundi með Emmanuel Macron Frakklandsforseta.
Biden fordæmdi jafnframt innrás Rússa og sagði hegðun Pútíns vera „sjúka.“
Forsetarnir tvær voru duglegir að hrósa hvor öðrum í lok fundarins að sögn The New York Times en mikil ríkir milli landanna tveggja vegna stríðsins og efnahagsaðgerða Bandaríkjanna.

Í kvöld fer fram heljarinnar kvöldverður til heiðurs „elsta bandavinar Bandaríkjanna“ þar sem Macron er sérstakur gestur. Á blaðamannafundinum viðurkenndi Biden að Frakkland og Bandaríki hafa átt sína erfiðleika en aldrei verið ósammála í grunnatriðunum. Biden sagði að þessi samstaða væri skýr þegar það kæmi að innrásinni í Úkraínu.
„Við munum halda áfram að styðja við úkraínsku þjóðina á meðan hún ver heimili sín og fjölskyldur,“ sagði Biden.

Welcoming some friends to town. pic.twitter.com/n3rbqR98xB
— President Biden (@POTUS) December 1, 2022