Joe Biden, for­seti Banda­ríkjanna, segist vera til­búinn að setjast niður og funda með Vla­dimír Pútin Rúss­lands­for­seta ef sá síðar­nefndi væri til­búinn að ræða um mögu­lega stríðs­lok í Úkraínu.

Biden sagði að hann myndi einungis boða Pútín til fundar eftir sam­tal við banda­menn sína í At­lants­hafs­banda­laginu.

„Ég er til­búinn í sam­tal ef hann er til­búinn að tala og finna út úr því hvað hann vilji gera,“ sagði Biden á blaða­manna­fundi í Hvíta húsinu að loknum þriggja tíma fundi með Emmanuel Macron Frakk­lands­for­seta.

Biden for­dæmdi jafn­framt inn­rás Rússa og sagði hegðun Pútíns vera „sjúka.“

For­setarnir tvær voru dug­legir að hrósa hvor öðrum í lok fundarins að sögn The New York Times en mikil ríkir milli landanna tveggja vegna stríðsins og efna­hags­að­gerða Banda­ríkjanna.

Macron og Biden funduðu í þrjá klukkutíma í dag.
Fréttablaðið/Getty

Í kvöld fer fram heljarinnar kvöld­verður til heiðurs „elsta banda­vinar Banda­ríkjanna“ þar sem Macron er sér­stakur gestur. Á blaða­manna­fundinum viður­kenndi Biden að Frakk­land og Banda­ríki hafa átt sína erfið­leika en aldrei verið ó­sam­mála í grunn­at­riðunum. Biden sagði að þessi sam­staða væri skýr þegar það kæmi að inn­rásinni í Úkraínu.

„Við munum halda á­fram að styðja við úkraínsku þjóðina á meðan hún ver heimili sín og fjöl­skyldur,“ sagði Biden.

Forsetarnir voru duglegir að hrósa hvor öðrum að fundi loknum í dag.
Fréttablaðið/Getty